Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristall hætti í vinnunni til að vinna titilinn
Mynd: Haukur Gunnarsson
Víkingur varð Íslandsmeistari um helgina eftir dramatískan lokasprett í Pepsi Max-deildinni.

Podcast þátturinn Ungstirnin heyrði í Kristal Mána Ingasyni leikmanni liðsins.

Víkingur hafnaði í 10. sæti á síðustu leiktíð og kom þessi árangur í ár því mörgum á óvart. Kristall var spurður að því hvort hann hafi haft trú á því fyrir mót hvort Víkingur gæti orðið Íslandsmeistari.

„Ég gerði það, ég var í vinnu í allan vetur en ég hætti í henni til að verða Íslandsmeistari það er langdregið og allt það en maður trúði á þetta," sagði Kristall.


Ungstirnin - Kristall á línunni og næstu Haaland og Neymar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner