Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 27. september 2022 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Snorri: Ég er svo ótrúlega stoltur af þessum gæjum
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Davíð Snorri var auðvitað svekktur í leikslok
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Leikmenn geta verið fúlir en þurfa að muna að þetta er gríðarlega dýrmæt reynsla fyrir framtíðina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðsins, var ótrúlega svekktur en samt svo stoltur af liðinu eftir markalausa jafnteflið við Tékkland í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins í dag.

Lestu um leikinn: Tékkland U21 0 -  0 Ísland U21

Ísland tapaði heimaleiknum 2-1 og þurfti því að minnsta kosti mark til að komast í framlengingu.

Liðið skapaði sér urmul af færum í síðari hálfleiknum og var hársbreidd frá því að koma boltanum í netið. Valgeir Lunddal Friðriksson fékk dauðafæri undir lok leiks en markvörður Tékka, sem átti magnaðan leik, varði skotið.

Það er enginn vafi á því að það er mikið af frábærum leikmönnum í þessu U21 árs landsliði og segir Davíð að leikmenn hafi grætt fullt á þessum leikjum.

„Nei, eins og ég sagði fyrir leikinn þá ætluðum við að koma út sem sigurvegarar, sækja þetta og græða á þessu. Okei, ég lít alltaf á þessa gaura og þetta lið sem sigurvegara þótt við förum ekki á EM. Við erum að koma á einhvern völl, héldum hreinu og leikplanið gekk nákvæmlega upp og löguðum það sem við ætluðum að gera."

„Þvílíkt flottir, undir þvílíkri pressu og klárlega græðum á þessu og ætluðum að sækja þetta. Við erum með flotta og efnilega leikmenn sem munu spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni og þeir munu græða á þessum leikjum. Við verðum að horfa á það þannig. Frábær vegferð sem þetta lið er búið að vera á þó hún sé búin núna."

„Já, leikplanið það sem við töluðum um og bara hrós á þessa stráka að meðtaka og hvað þeir eru komnir langt taktískt sem leikmenn. Við sýndum þetta týpíska íslenska, þessi liðsheild í því sem við vorum að gera. Hugrakkir, jákvæð orka, einbeiting og allt sem við erum búnir að tala um drá fyrsta degi. Við fengum þessi færi og áttum að skora í dag en svona er fótboltinn. Ég var rosalega ánægður með hvernig leikplanið gekk en erum náttúrulega drullu svekktir með þetta,"
sagði Davíð við Fótbolta.net.

Matej Kovár, markvörður Tékka, var magnaður í leiknum og varði vel. Hann var þeirra besti maður og lykilmaður í því að koma liðinu í lokakeppnina.

„Jájá, Hákon greip inn í þegar það þurfti að gera það hjá okkur. Hann er góður í marki og gott lið sem við erum að spila við og þetta því miður datt ekki en við gerðum allt og skildum allt eftir."

Davíð segir að leikmenn geti alveg leyft sér að vera drullufúlir eftir þennan leik en verða að muna að þeir hafa grætt mikið á þessari dýrmætu reynslu.

„Innst inni verðum við að finna hvað við græddum á þessu og taka það með okkur því erum að spila á mjög háu leveli. Auðvitað erum við drullufúlir því við ætluðum á EM og spila við bestu liðin og ég tel okkur vera þegar við erum 'on' á pari við bestu liðin. Við erum búnir að sýna að við erum að nálgast þau. Ég er svo stoltur af þessum gæum og ánægður með þá og það er ótrúlega svekkjandi að þurfa að fara heim," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner