Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. september 2022 21:48
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor: Þetta er það sem maður kallar liðsheild
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með Íslandi
Guðlaugur Victor Pálsson í leik með Íslandi
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var gríðarlega ánægður með liðsheildina í 1-1 jafntefli Íslands við Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Liðið varð fyrir áfalli strax á 10. mínútu er Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var rekinn af velli.

Arnar Þór Viðarsson þurfti að gera róttækar breytingar og taka jón Dag Þorsteinsson af velli og setja Daníel Leó Grétarsson inn. Fyrri hálfleikurinn var þungur en það var allt annað að sjá spilamennskuna í þeim síðari.

„Já, þetta kallar maður liðsheild. Við sýndum bara frábæran karakter og ákveðið sjokk. Fyrri hálfleikurinn var eins og hann var og þeir lágu mikið á okkur. Fannst við koma virkilega sterkir út í seinni hálfleik og meiri kraftur í okkur."

„Við ræddum málin vel inni í hálfleik. Þetta var svart og hvítt og gerðum þetta virkilega vel."

„Já, klárlega. Þú sérð að við erum einum færri í 75 mínútur og klaufalegt mark að fá á sig en sýndum frábæran karakter og gáfumst aldrei upp. Gerðum þetta saman frá því Aron var rekinn útaf og byrjuðum svosem ágætlega en í endann vorum við heppnir að þeir fá meiðsli. Við héldum áfram að pressa á þá en þeir voru auðvitað hættulegir á köflum líka. Þetta var bara þannig leikur að þessi ástríða í okkur varð til þess að þetta verðlaunaði okkur í endann,"
sagði Guðlaugur við Hörð Magnússon á Viaplay.

Guðlaugur Victor var að spila sinn 31. landsleik en hann fór að spila stærra og mikilvægara hlutverk í hópnum fyrir tæpum þremur árum. Hann var að koma aftur inn í hópinn eftir rúmlega eins árs fjarveru. Hvernig er að koma inn í hópinn sem einn af þeim eldri?

„Fyrst og fremst þarf ég að standa mig. Ég þarf að spila vel og gera mitt besta sem ég get gefið öðrum og hjálpað strákum. Ungir strákar sem eru mjög góðir fótboltamenn og góð blanda í þessari ferð. Margir af þessum ungu eru að stíga upp og eru að standa sig virkilega vel og spila í sínum félagsliðum og á háu leveli. Við ætlum að halda áfram og vonandi mun þetta skila okkur góðum hlutum í framtíðinni," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner