Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 27. september 2023 12:00
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Mér hefur mistekist að ná því besta fram hjá honum
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City viðurkennir að hafa mistekist að ná því besta fram hjá Kalvin Phillips síðan hann var keyptur frá Leeds United sumarið 2022.

Í kvöld mun Phillips, sem er 27 ára, aðeins byrja sinn fimmta leik fyrir City þegar liðið mætir Newcastle á James' Park.

   26.09.2023 13:30
Stærsta vika Phillips á ferli hans hjá City


„Marcelo Bielsa gaf Kalvin bestu útgáfunni af sér á fótboltaferlinum," segir Guardiola en Phillips er hetja hjá Leeds þar sem hann lék frábærlega undir stjórn Bielsa og vann sér inn sæti í enska landsliðinu.

„Ég hefði elskað að ná því út úr Kalvin sem Marcelo náði. Við erum með okkar einkenni í spilamennskunni og leikstíllinn sem Leeds lék var fullkominn fyrir hann."

Phillips var boðið að yfirgefa City í sumar en hann hafnaði því og var ákveðinn í því að reyna að vinna sér inn meiri spilmínútur. Nú þegar Rodri verður í banni í þrjá næstu leiki þá fær Phillips tækifæri til að sýna sig og sanna.
Athugasemdir
banner