Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. október 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alex McLeish hrósar Gerrard: Rangers sigurstranglegri í ár
Mynd: Getty Images
Alex McLeish, fyrrum knattspyrnustjóri Rangers og skoska landsliðsins, hefur miklar mætur á Steven Gerrard og starfinu sem hann hefur unnið við stjórnvölinn hjá Rangers.

Gerrard tók við Rangers í júní 2018 og er þetta hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri. Rangers lagði Celtic að velli í fjandslagnum og er með sex stiga forystu á toppinum.

McLeish telur leikmennina sem bættust við hóp Rangers í sumar geta gert herslumuninn á tímabilinu og hrósar Gerrard sérstaklega fyrir vel unnin störf á leikmannamarkaðinum.

„Að mínu mati þá mun sumarvinna Stevie gera herslumuninn á tímabilinu. Hann stóð sig meistaralega á leikmannamarkaðinum, hann hafði hljótt um sig og náði í frábæra leikmenn, Rangers er allt í einu orðið samkeppnishæft í titilbaráttunni," sagði McLeish.

„Hann krækti í tvo auka sóknarmenn, Cedric Itten og Kemar Roofe, og að mínu mati var það meistaraverk. Ef Rangers heldur áfram að spila svona vel þá er liðið orðið sigurstranglegra heldur en Celtic í fyrsta sinn í langan tíma."

Rangers er búið að spila 17 keppnisleiki síðustu þrjá mánuði og hefur liðið unnið alla þessa leiki nema þrjá. Liðið gerði tvö jafntefli í skosku deildinni og tapaði fyrir Bayer Leverkusen í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar, en sá leikur átti upprunalega að fara fram í mars.
Athugasemdir
banner
banner