Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 27. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Toppslagur gegn Svíum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið heimsækir það sænska í toppslag F-riðils í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Svíþjóð er með þriggja stiga forystu á toppinum en Ísland á leik til góða. Liðin skildu jöfn er þau mættust á Laugardalsvelli en sænska landsliðið er talið í flokki þeirra bestu í heimi.

Topplið riðilsins fær miða á EM en liðið sem endar í öðru sæti á enn þokkalega möguleika á að komast á lokamótið.

Leikur Íslands hefst klukkan 17:30 og verður sýndur á RÚV.

F-riðill:
17:00 Slóvakía - Lettland
17:30 Svíþjóð - Ísland (RÚV)

Sjá einnig:
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Svíum - Hver tekur stöðu Dagnýjar?
Karólína Lea: Viljum sækja á þeirra veikleika
Gunnhildur Yrsa: Þetta verður 50/50
Sveindís býst við að Svíar verði búnir að læra á innköstin
Athugasemdir
banner
banner
banner