Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. október 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dino fer aftur í Kára - Ekki pláss fyrir hann í ÍA
Dino Hodzic.
Dino Hodzic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Dino Hodzic mun snúa aftur til Kára fyrir næsta tímabil.

Frá þessum tíðindum segir hann sjálfur á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann skrifar í ummælum við færsluna að það hafi ekki verið pláss fyrir hann hjá ÍA á næstu leiktíð.

Kári, sem féll úr 2. deild í sumar, er venslafélag ÍA. Dino, sem er fæddur 1995, spilaði með Kára í fyrra og var þá einn af betri markvörðum 2. deildar. Hann ætti að geta átt mjög gott í sumar í 3. deild.

Hann fékk tækifæri í Pepsi Max-deildinni á liðnu sumri eftir að Árni Snær Ólafsson meiddist. Hann náði hins vegar ekki að nýta tækifærið vel og sló Árni Marinó Einarsson hann úr liðinu. Það má gera ráð fyrir því að Árni Snær og Árni Marinó muni berjast aðalmarkvarðarstöðuna hjá ÍA á næsta tímabili.

Dino kom fyrst hingað til lands árið 2019. Hann er frá Króatíu en líkar vel á Íslandi og hefur starfað á Akranesvelli samhliða því að æfa og spila fótbolta.


Athugasemdir
banner