Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 27. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Florian Kohfeldt tekur við Wolfsburg (Staðfest)
Kohfeldt tekur við Wolfsburg.
Kohfeldt tekur við Wolfsburg.
Mynd: Getty Images
Wolfsburg hefur ráðið nýjan þjálfara eftir að Mark van Bommel var rekinn frá félaginu í síðustu viku.

Nýr þjálfari liðsins er Florian Kohfeldt. Hann skrifar undir samning sem gildir út næsta tímabil.

Hollenski þjálfarinn Van Bommel var rekinn frá Wolfsburg síðasta sunnudag. Van Bommel, sem átti frábæran knattspyrnuferil, tók við Wolfsburg síðasta sumar og gerði tveggja ára samning við félagið.

Liðið byrjaði með stæl og vann fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og virtist framhaldið lofa góðu. Wolfsburg gerði jafntefli í fimmta leiknum og hefur svo tapað síðustu fjórum leikjum sínum. Við það missti Hollendingurinn starfið.

Kohfeldt er 39 ára gamall og stýrði síðast Werder Bremen. Hann var rekinn þaðan undir lok síðasta tímabils, en er núna kominn með nýtt starf. Þetta er hans annað starf sem aðalþjálfari aðalliðs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner