Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. október 2021 09:55
Elvar Geir Magnússon
Lögreglan segir nýjar upplýsingar á borðinu í máli Arons og Eggerts
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson. Myndin er tekin í landsliðsverkefni 2011.
Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson. Myndin er tekin í landsliðsverkefni 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Enski blaðamaðurinn Stuart James hjá The Athletic var hér á landi í síðasta mánuði til að fjalla um hneykslismálin sem tengjast íslenska fótboltalandsliðinu. Í morgun birtist svo löng grein frá honum með fyrirsögninni „Víkingaklappið hefur verið eyðilagt til eilífðar".

Meðal mála sem fjallað er um í greininni eru ásakanir á hendur Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Íslensk kona sakar þá um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010.

„Þetta er hræðileg saga á svo mörgum stigum og hún er ekki að fara í burtu á næstunni," segir í greininni. Þá segir að íslenska lögreglan hafi staðfest það við The Athletic í síðustu viku að hún hefði „góðar ástæður" til að taka málið upp á sitt borð að nýju.

„Ég get staðfest að við höfum tekið til rannsóknar mál sem kom fyrst upp 2010. Við höfum opnað málið að nýju þar sem fram hafa komið nýjar upplýsingar. Lögin heimila að svona mál séu tekin upp að nýju ef góðar ástæður liggja fyrir. Nýjar upplýsingar hafa komið fram og við höfum tekið viðtöl við fjölda fólks," segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu.

Saga íslensku konunnar er birt í The Athletic en Aron og Eggert hafa báðir í yfirlýsingum lýst yfir sakleysi sínu. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig við The Athletic um stöðu mála innan íslensku fótboltahreyfingarinnar þar sem hlutlaus nefnd væri að skoða málin.
Athugasemdir
banner
banner