Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 27. október 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
West Ham með stærsta úrvalsdeildarleikvanginn í London
West Ham hefurf fengið grænt ljós á að fjölga mögulegum sætum á leikvangi sínum, London leikvangnum, upp í 62.500.

Þessi 2.500 sæti sem koma aukalega verða tekin til notkunar eftir að þau standast öryggisskoðun.

Fjölgunin er í Bobby Moore og Sir Trevor Brooking stúkunum og London leikvangurinn verður þá stærsti úrvalsdeildarleikvangurinn í London.

Þessi stækkun er hluti af langtímaáætlun West Ham sem miðar að því að leikvangurinn muni í framtíðinni taka 67 þúsund áhorfendur.
Athugasemdir
banner