Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 27. október 2024 22:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks með Arnóri Gauta Jónssyni og skildinum eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það hljómar frábærlega og er frábært. Bara geggjuð tilfinning." Sagði Halldór Árnason þjálfari nýkringdra Íslandsmeistara Breiðabliks aðspurður um hvernig það hljómi að vera orðinn Íslandsmeistari.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Breiðablik kom sá og sigruði á Víkingsvelli í kvöld og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í leik þar sem flestir spekingar töldu að heimamenn væru sigurstranglegri.

„Það er ótrúleg umræða því þeir sem hafa fylgst með fótbolta vita að við erum búnir að vera langbesta liðið í þessari deild síðustu fjóra mánuði. Vorum langbesta liðið á þessum velli í dag og sóttum það sem við ætluðum okkur."

Spennustig Breiðabliks virkaði um betur stillt en hjá Víkingum í kvöld.

„Ég er búin að lýsa því held ég ágætlega alla vikuna að maður upplifði það eftir Stjörnuleikinn þar sem að það áttu sér stað ótrúlegir atburðir þann dag að einhvernveginn eftir þann leik fann maður að það var búið að setja mikla pressu á menn og einhverja hlekki að komast í þennan leik þó svo að það hefði átt að vera öfugt. Það voru við sem vorum alltaf mikið nær því að tryggja okkur þó allavega leik ef ekki titilinn fyrr. Það bara losnuðu hlekkirnir og pressa eftir Stjörnuleikinn."

Margir spekingar afskrifuðu Breiðablik snemma á mótinu og gengu jafnvel það langt að segja að þeir ættu ekki séns þegar Breiðablik féll úr leik í bikarnum. 

„Ég pæli ekki í neinu utan að komandi umræðu. Ég held að við höfum spilað leik við Víking í elleftu eða tólftu umferð þar sem þeir jafna á 97.mínútu þá hefðum við komist á toppinn og þá er mótið hálfnað þannig ég veit ekki hvenær við vorum eitthvað langt frá þessu. Við tökum þriggja leikja kafla í byrjun júní þar sem við töpum reyndar bara einum leik en gerum tvö jafntefli og þá þurftum við virkilega að ákveða hvort við ætluðum að vera með í þessu eða ekki."

„Við höfum unnið ég veit ekki hvað marga og ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvertíman í júní þannig ég held að það sýni andlegan styrk þessa liðs." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner