Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   sun 27. október 2024 18:31
Kári Snorrason
Trúðalestarborði stuðningsmanna Blika vekur athygli - „Það eru allir vondir við okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úrslitaleikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deildinni hefst klukkan 18:30. Leikurinn er lokaleikur tímabilsins og dugir Víkingum jafntefli til að tryggja sér titilinn. Búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Stuðningsmenn Breiðabliks eru með borða með myndum af leikmanninum Danijel Dejan Djuric, Arnari Gunnlaugssyni þjálfara og Erlendi Eiríkssyni dómara.

Á borðanum stendur „Trúðalestin" og fyrir neðan „Það eru allir vondir við okkur." Sem er greinilegt skot á Víkinga.

Breiðablik fær 250 miða sem eru 10% þeirra miða sem sem eru í boði eða tvöfalt meira en reglur segja um að þeir ættu að fá sem eru 5%.


Athugasemdir
banner
banner
banner