Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 27. nóvember 2020 19:55
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Sveini og Aroni tókst ekki að koma í veg fyrir tap
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Randers 2 - 1 OB
1-0 A. Kamara ('35)
2-0 F. Lauenborg ('55)
2-1 Oliver Lund Jensen ('82)

Sveinn Aron Guðjohnsen og Aron Elís Þrándarson byrjuðu báðir á bekknum er Odense lenti tveimur mörkum undir gegn Randers í efstu deild danska boltans.

Sveini Aroni var skipt inn á 63. mínútu, skömmu eftir seinna mark Randers. Aron Elís fékk að spreyta sig skömmu síðar og náði því síðustu 25 mínútum leiksins.

Hvorugum þeirra tókst þó að skora en liðsfélagi þeirra Oliver Lund Jensen náði að minnka muninn fyrir OB.

Gestunum frá Óðinsvé tókst þó ekki að jafna og mikilvægur sigur Randers staðreynd.

Randers er með 13 stig eftir 10 umferðir, Odense er með 11 stig.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan Danmörk Danmörk - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 FCK 17 9 6 2 32 19 +13 33
2 Midtjylland 17 10 3 4 31 22 +9 33
3 Randers FC 17 8 6 3 31 19 +12 30
4 AGF Aarhus 17 7 7 3 30 17 +13 28
5 Brondby 17 7 6 4 31 22 +9 27
6 Silkeborg 17 6 8 3 29 23 +6 26
7 FC Nordsjaelland 17 7 5 5 30 29 +1 26
8 Viborg 17 5 6 6 29 27 +2 21
9 AaB Aalborg 17 4 5 8 18 31 -13 17
10 Sonderjylland 17 4 4 9 21 37 -16 16
11 Lyngby 17 1 7 9 12 24 -12 10
12 Vejle 17 1 3 13 16 40 -24 6
Athugasemdir
banner