Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. nóvember 2020 11:38
Magnús Már Einarsson
Klopp ákveður liðið á síðustu stundu - Henderson með?
Hvílir vinskapinn við Lallana á morgun
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, gæti snúið aftur í liðið gegn Brighton á morgun en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla.

„Hendo æfði í gær. Hann tók hluta af æfingunni með liðinu og svo einstaklings æfingu svo við þurfum að sjá hvað gerist með það," sagði Jurgen Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Svona er þetta þegar eru fáir dagar á milli leikja. Við þurfum að taka ákvörðun seint. Ef þú spyrð mig út í liðið þá get ég ekki sagt þér það. Ég þarf að bíða eftir að læknaliðið segir mér hverjir eru klárir."

Í liði Brighton er Adam Lallana, fyrrum leikmaður Liverpool, en hann var í miklum metum í leikmannahópnum á Anfield.

„Það er erfitt að sakna Adam Lallana því flestir í hópnum eru ennþá í sambandi við hann. Ekki í þessari viku. Ég reikna með að hann verði inni á vellinum á morgun og þá leggjum við vinskapinn til hliðar en eftir leikinn verðum við vinir aftur," sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner