Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. nóvember 2022 22:04
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Spánverja og Þjóðverja: Musiala bestur
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Alvaro Morata kom inn af bekknum og skoraði eina mark Spánverja í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi. Hann var valinn maður leiksins að leikslokum, framyfir Niclas Füllkrug sem kom inn af bekknum í liði Þjóðverja og gerði jöfnunarmarkið.


Þegar einkunnagjafir annarra miðla eru teknar saman kemur í ljós að hvorki Morata né Fullkrug voru bestu menn vallarins í dag - heldur var það ungstirnið Jamal Musiala.

Musiala lék listir sínar úti á kanti þýska liðsins en tókst ekki að skora. Hann fékk þó skráða stoðsendingu í jöfnunarmarkinu, þegar Fullkrug hreinlega tók boltann af Musiala og skoraði með þrumufleyg úr svipuðu færi og Musiala brenndi af skömmu fyrr.

Squawka, Goal og 90Min eru sammála um að Musiala hafi verið meðal bestu leikmanna vallarins og þegar meðaltal einkunna er tekið þá kemur í ljós að Musiala var raunverulegi maður leiksins - með 8 í einkunn.

Til samanburðar fengu Morata og Fullkrug 7 í einkunn fyrir sinn þátt, rétt eins og Rodri, Jordi Alba, Pedri, David Raum og Joshua Kimmich.

Spánn: Simon (6), Carvajal (5), Rodri (7), Laporte (6), Alba (7), Busquets (6), Gavi (6), Pedri (7), Olmo (6), Asensio (5), F. Torres (5)
Varamenn: Morata (7), Koke (5), N. Williams (5)

Þýskaland: Neuer (5), Kehrer (5), Sule (5), Rudiger (6), Raum (7), Kimmich (7), Goretzka (6), Gundogan (6), Musiala (8), Gnabry (5), Muller (5)
Varamenn: Sane (6), Fullkrug (7), Klostermann (6)


Athugasemdir
banner
banner
banner