Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 27. nóvember 2024 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Egill Orri með annan fótinn í 32-liða úrslit - Cole spilaði hálfleik
Egill Orri spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í sigri Midtjylland
Egill Orri spilaði síðustu fimmtán mínúturnar í sigri Midtjylland
Mynd: Midtjylland
Egill Orri Arnarsson og félagar í danska liðinu Midtjylland eru komnir með annan fótinn í 32-liða úrslit unglingadeildar UEFA eftir að hafa unnið Legia Varsjá, 2-0, í Póllandi í dag.

Þórsarinn gekk í raðir Midtjylland í sumar og hefur verið fastamaður í hópnum hjá U19 ára liðinu.

Hann lék siðasta stundarfjórðunginn í leiknum í kvöld í annars nokkuð sannfærandi sigri.

Liðin eigast aftur við 11. desember og kemur þá í ljós hvort liðið fer áfram í 32-liða úrslit en Midtjylland er í gegnum deildarmeistaraleiðina þar sem lið mætast tvisvar sinnum í hverri umferð, alveg fram að úrslitakeppninni.

Cole Campbell spilaði fyrri hálfleikinn er Borussia Dortmund gerði markalaust jafntefli við Dinamo Zagreb.

Dortmund fer Meistaradeildarleiðina þar sem aðalliðið tekur þátt í deildarkeppninni. Þar eru spilaðir sex leikir í deildarkeppni og er Dortmund sem stendur með 8 stig í 13. sæti og útlit fyrir að liðið fari í 32-liða úrslit.
Athugasemdir
banner
banner