Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 27. nóvember 2024 17:31
Elvar Geir Magnússon
Sambandsdeildin: Bæði lið enn án sigurs og baulað á heimamenn
Pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek.
Pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Istanbul Basaksehir 1 - 1 Petrocub
1-0 Krzysztof Piatek ('42 , víti)
1-1 Ion Bors ('90 )

Einn leikur var í Sambandsdeildinni í dag en hann fór fram í Tyrklandi. Istanbul Basaksehir tók á móti Petrocub frá Moldóvu. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Basaksehir er með tvö stig í keppninni en þetta var fyrsta stig Petrocub.

Það var pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek sem kom heimamönnum yfir af vítapunktinum á 42. mínútu eftir að hendi hafði verið dæmd á leikmann Petrocub.

Piatek er kominn með þrettán mörk á tímabilinu, þar af þrjú í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Hann hefur skorað þrjú af fimm mörkum tyrkneska liðsins í keppninni.

Ion Bors jafnaði fyrir Petrocub með skallamarki í uppbótartíma leiksins. Stuðningsmenn Basaksehir bauluðu eftir lokaflautið enda er liðinu að ganga illa á tímabilinu og er í áttunda sæti í tyrknesku deildinni.

FJöldi leikja verður í Sambandsdeildinni á morgun, þar á meðal er viðureign Noah og Víkings.

Sambandsdeildin - Leikir fimmtudags
15:30 Astana - Guimaraes
17:45 Heidenheim - Chelsea
17:45 Cercle Brugge - Hearts
17:45 Dinamo Minsk - FCK
17:45 Noah - Víkingur R.
17:45 St. Gallen - Backa Topola
17:45 Borac BL - LASK Linz
17:45 Molde - APOEL
17:45 Celje - Jagiellonia
17:45 Panathinaikos - HJK Helsinki
17:45 TNS - Djurgarden
20:00 Fiorentina - Pafos FC
20:00 Lugano - Gent
20:00 Boleslav - Betis
20:00 Olimpija - Larne FC
20:00 Omonia - Legia
20:00 Rapid - Shamrock
Stöðutaflan Evrópa Sambandsdeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea 4 4 0 0 18 3 +15 12
2 Legia 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Jagiellonia 4 3 1 0 10 4 +6 10
4 Rapid 4 3 1 0 7 2 +5 10
5 Guimaraes 4 3 1 0 8 4 +4 10
6 Fiorentina 4 3 0 1 10 6 +4 9
7 Olimpija 4 3 0 1 6 2 +4 9
8 Lugano 4 3 0 1 7 4 +3 9
9 Heidenheim 4 3 0 1 5 3 +2 9
10 Shamrock 4 2 2 0 8 4 +4 8
11 Cercle Brugge 4 2 1 1 9 5 +4 7
12 Djurgarden 4 2 1 1 6 5 +1 7
13 APOEL 4 2 1 1 4 3 +1 7
14 Vikingur R. 4 2 1 1 5 5 0 7
15 Borac BL 4 2 1 1 4 4 0 7
16 Pafos FC 4 2 0 2 7 5 +2 6
17 Hearts 4 2 0 2 4 5 -1 6
18 Gent 4 2 0 2 5 7 -2 6
19 FCK 4 1 2 1 6 6 0 5
20 Celje 4 1 1 2 10 9 +1 4
21 Backa Topola 4 1 1 2 6 7 -1 4
22 Betis 4 1 1 2 4 5 -1 4
23 Astana 4 1 1 2 2 4 -2 4
24 Panathinaikos 4 1 1 2 4 7 -3 4
25 St. Gallen 4 1 1 2 8 13 -5 4
26 Noah 4 1 1 2 2 9 -7 4
27 Molde 4 1 0 3 4 6 -2 3
28 Omonia 4 1 0 3 4 6 -2 3
29 TNS 4 1 0 3 3 5 -2 3
30 Boleslav 4 1 0 3 3 6 -3 3
31 HJK Helsinki 4 1 0 3 1 6 -5 3
32 LASK Linz 4 0 2 2 3 6 -3 2
33 Istanbul Basaksehir 4 0 2 2 5 10 -5 2
34 Petrocub 4 0 1 3 2 10 -8 1
35 Dinamo Minsk 4 0 0 4 2 9 -7 0
36 Larne FC 4 0 0 4 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner
banner