Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. janúar 2020 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Mögnuð endurkoma Leeds - Rooney skoraði
Leeds fagnar.
Leeds fagnar.
Mynd: Getty Images
Jón Daði var í byrjunarliði Millwall og fiskaði víti.
Jón Daði var í byrjunarliði Millwall og fiskaði víti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rooney skoraði fyrir Derby.
Rooney skoraði fyrir Derby.
Mynd: Getty Images
Það voru spilaðir átta leikir í Championship-deildinni á Englandi í kvöld. Leeds er komið upp fyrir West Brom í efsta sæti deildarinnar.

Leeds mætti Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Millwall í kvöld og byrjaði alls ekki vel. Jón Daði var í byrjunarliði Millwall sem var komið í 2-0 á Elland Road eftir 23 mínútur. Jón Daði fiskaði víti sem Millwall skoraði síðara mark sitt úr.

Staðan var 2-0 í hálfleik. Marcelo Bielsa fór vel yfir málin með sínum mönnum í leikhléinu og kom Leeds til baka í seinni hálfleiknum. Patrick Bamford skoraði tvö og gerði Pablo Hernandez eitt í 3-2 endurkomusigri Leeds.

Jón Daði lék 72 mínútur fyrir Millwall, sem er í níunda sæti deildarinnar.

Á sama tíma tapaði West Brom, sem var á toppnum fyrir kvöldið, gegn Cardiff á útivelli.

Wayne Rooney opnaði markareikning sinn með Derby County er hann kom liðinu yfir gegn Luton. Rooney skoraði á 63. mínútu og kom Derby í 1-0. Leikurinn eftir markið var mjög fjörugur og voru fjögur mörk skoruð til viðbótar. Leikurinn endaði 3-2 fyrir Luton, sem er á botni deildarinnar. Derby er í 16. sæti.

Hér að neðan eru öll úrslit kvöldsins í Championship.

Blackburn 2 - 1 QPR
1-0 Adam Armstrong ('10 )
1-1 Jordan Hugill ('22 )
2-1 Darragh Lenihan ('30 )

Brentford 0 - 1 Nott. Forest
0-1 Joe Lolley ('14 )

Cardiff City 2 - 1 West Brom
1-0 Callum Paterson ('46 )
1-1 Charlie Austin ('61 , víti)
2-1 Lee Tomlin ('76 )

Hull City 1 - 2 Huddersfield
0-1 Karlan Grant ('25 )
0-2 Richard Stearman ('66 , sjálfsmark)
0-3 Steve Mounie ('90 )

Leeds 3 - 2 Millwall
0-1 Shaun Hutchinson ('4 )
0-2 Jed Wallace ('23 , víti)
1-2 Patrick Bamford ('48 )
2-2 Pablo Hernandez ('62 )
3-2 Patrick Bamford ('66 )

Luton 3 - 2 Derby County
0-1 Wayne Rooney ('63 )
1-1 Ruddock Pelly ('67 )
2-1 Donervon Daniels ('73 )
2-2 Chris Martin ('85 )
2-3 Jayden Bogle ('86 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Max Lowe, Derby County ('88)

Reading 0 - 1 Bristol City
0-1 Jamie Paterson ('62 )

Wigan 2 - 1 Sheffield Wed
0-1 Jacob Murphy ('32 )
1-1 Kieffer Moore ('56 )
2-1 Jamal Lowe ('90 )
Athugasemdir
banner
banner