Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. janúar 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Soucek að klára læknisskoðun hjá West Ham
Tomas Soucek,
Tomas Soucek,
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Tomas Soucek er að klára læknisskoðun hjá West Ham. Slavia Prag hefur gefið honum leyfi til að ganga frá samningi við félagið.

„Hann er í læknisskoðun núna. Ég held að hann gefi okkur nýja möguleika en hann er leikmaður sem passar í okkar hugmyndir," segir David Moyes, stjóri West Ham.

„Hann er fyrirliði Slavia Prag. Hann spilar sem varnartengiliður en hefur einnig skorað mörk sem sóknarmiðjumaður."

„Hann hakar í mörg box en við þurfum að gefa honum tækifæri og tíma til að aðlagast."

„Við erum búnir að gera tilboð í annan leikmann en ég get ekki tjáð mig meira um það að svo stöddu."

West Ham er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Félagið hefur verið orðað við Juan Foyth, varnarmann Tottenham, og þá er talað um áhuga á að fá liðsfélaga hans, Kyle Walker-Peters, lánaðan.
Athugasemdir
banner
banner