Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 28. janúar 2020 13:15
Elvar Geir Magnússon
Tottenham búið að kaupa Lo Celso (Staðfest)
Tottenham hefur keypt Giovani Lo Celso frá Real Betis.

Eftir að Christian Eriksen var seldur til Inter ákvað Tottenham að ganga frá kaupunum á Lo Celso sem kom til félagsins í sumar á lánssamningi.

Argentínumaðurinn gerir fimm ára samning við Tottenham.

Lo Celso er enn að aðlagast enska boltanum en þessi 23 ára leikmaður er búinn að spila fjórtán leiki í úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner