Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 28. janúar 2022 10:23
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn á Stöð 2 Sport - Sérstakur markaþáttur
Úr leik Víkings og FH.
Úr leik Víkings og FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikarnum verður gert hátt undir höfði á Stöð 2 Sport. Henry Birgir og Eiríkur Stefán fagna því.
Lengjubikarnum verður gert hátt undir höfði á Stöð 2 Sport. Henry Birgir og Eiríkur Stefán fagna því.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og Stöð 2 Sport hafa gert samkomulag um að sýnt verði frá A-deildum deildarbikarkeppni karla og kvenna, Lengjubikarnum, á Stöð 2 Sport.

Umfjöllun Stöðvar 2 Sports verður umfangsmeiri en nokkru sinni áður. Sýnt verður frá fleiri leikjum og í fyrsta sinn verður sérstakur markaþáttur sýndur í lok hverrar umferðar.

„Það er gleðiefni fyrir okkur að Lengjubikar KSÍ fái aukna umfjöllun og við treystum Stöð 2 Sport fyllilega til að gera þeirri keppni hátt undir höfði," segir Stefán Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ.

„Umfjöllun um íslenska knattspyrnu hefur verið með allra vinsælasta dagskrárefni Stöðvar 2 Sports og því mikið ánægjuefni að geta lengt vertíðina fyrir áhugamenn um íslenska knattspyrnu," segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Það verður meiri kraftur lagður í umfjöllun um Lengjubikarinn en áður hefur sést í íslensku sjónvarpi.“

Keppni í Lengjubikar karla hefst 9. febrúar og verður leikur Keflavíkur og Leiknis sýndur þann dag klukkan 19.00. Tveimur dögum síðar hefst Lengjubikar kvenna með beinni útsendingu frá viðureign Stjörnunnar og Selfoss.

Þá mun Stöð 2 Sport einnig sýna leiki ríkjandi Íslands- og bikarmeistara í Meistarakeppni KSÍ sem marka upphaf knattspyrnusumarsins ár hvert.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner