Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 28. janúar 2023 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Tvítugur Pedri skoraði í leik númer 100
Pedri fylgdi skoti frá Jordi Alba eftir með marki gegn Girona í dag.
Pedri fylgdi skoti frá Jordi Alba eftir með marki gegn Girona í dag.
Mynd: EPA

Spænski miðjumaðurinn Pedri þykir eitt af mestu efnum fótboltaheimsins í dag en hann var að ljúka við að spila sinn hundraðasta keppnisleik fyrir aðallið Barcelona.


Pedri kom inn af bekknum á 26. mínútu fyrir meiddan Ousmane Dembele og gerði svo eina mark leiksins í dýrmætum sigri á útivelli gegn Girona.

Pedri er ekki nema 20 ára gamall og magnað að svo ungur leikmaður sé búinn að sanka að sér allri þessari reynslu. Hann hefur skorað 15 mörk og gefið 7 stoðsendingar í þessum 100 leikjum.

Auk þess á hann 18 A-landsleiki að baki fyrir Spán eftir að hafa spilað 19 leiki fyrir yngri landsliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner