Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. febrúar 2020 21:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Hertha með rosalega endurkomu
Piatek skoraði jöfnunarmarkið í rigningunni í Dusseldorf.
Piatek skoraði jöfnunarmarkið í rigningunni í Dusseldorf.
Mynd: Getty Images
Fortuna Dusseldorf 3 - 3 Hertha
1-0 Kenan Karaman ('6 )
2-0 Erik Thommy ('9 )
3-0 Kenan Karaman ('45 )
3-1 Erik Thommy ('64 , sjálfsmark)
3-2 Matheus Cunha ('66 )
3-3 Krzysztof Piatek ('75 , víti)

Það var rosalegur leikur í þýsku úrvalsdeildinni þegar Fortuna Dusseldorf tók á móti Hertha Berlín.

Heimamenn í Dusseldorf byrjuðu af miklum krafti og voru snemma leiks komnir 2-0 yfir. Útlit var fyrir að Hertha væri að fara að tapa stórt eins og um síðustu helgi er liðið tapaði 5-0 gegn Mainz. Ekki skánaði útlitið fyrir Hertha þegar Kenan Karaman skoraði fimmta mark Dusseldorf fyrir leikhlé.

Í staðinn fyrir að leggjast niður og tapa 5-0 aftur, þá sýndi Hertha karakter í seinni hálfleiknum. Þeir minnkuðu muninn í 3-1 á 64. mínútu og 3-2 tveimur mínútum síðar.

Þegar stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma jafnaði svo pólski sóknarmaðurinn Krzysztof Piatek úr vítaspyrnu. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og lokatölur 3-3. Hertha-menn væntanlega sáttir með stigið úr því sem var komið.

Dusseldorf er í 16. sæti Bundesligunnar með 21 stig, sex stigum minna en Hertha sem er í 13. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner