sun 28. febrúar 2021 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestu 90 mínútur Arsenal á tímabilinu? - Þeir umdeildu stóðu upp úr
Willian var mjög góður.
Willian var mjög góður.
Mynd: Getty Images
Arsenal spilaði vel gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni og náði að knýja fram sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Sjá einnig:
England: Arsenal svaraði því vel að lenda undir snemma

Bukayo Saka og Pierre-Emerick Aubameyang byrjuðu á bekknum þar sem liðið spilaði erfiðan leik gegn Benfica í Evrópudeildinni síðasta fimmtudag. Aðrir leikmenn stigu upp í staðinn, þá aðallega þrír leikmenn sem hafa verið mikið gagnrýndir fyrir frammistöðu sína með liðinu.

Charles Watt, sem skrifar um Arsenal fyrir Goal, segir að þetta hafi líklega verið bestu 90 mínútur Arsenal á tímabilinu.

„Ég held að þetta hafi verið besta 90 mínútna frammistaða Arsenal á tímabilinu. Frábær, frábær sigur... Pepe, Willian og Xhaka voru bestir," skrifar Watts á Twitter en Arsenal er komið upp í níunda sæti deildarinnar með sigrinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner