Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. febrúar 2021 18:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikil markaþurrð Man Utd - „Rosalegt gæðaleysi í báðum liðum"
Þessi staða Rashford súmmerar kannski upp gengi Man Utd fyrir framan mark stórliðanna
Þessi staða Rashford súmmerar kannski upp gengi Man Utd fyrir framan mark stórliðanna
Mynd: Getty Images
Chelsea og Manchester United gerðu 0-0 jafntefli í toppbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og fá færi litu dagsins ljós.

Stærsta atvikið í leiknum var þegar Stuart Atwell ákvað að dæma ekki vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Callum Hudson-Odoi inn á vítateig Chelsea.

Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem liðin mætast og enduðu báðir leikirnir 0-0. Manchester United hefur núna ekki skorað gegn stóru sex liðunum síðan liðið komst yfir gegn Tottenham í frægu 1-6 tapi í október.

Síðan hefur liði mætt einu af topp sex risaliðunum sex sinnum í deildinni. Fimm leikir hafa endað með markalausu jafntefli og Arsenal vann einu sinni 1-0 gegn United. Liðið tapaði þá einnig fyrir Manchester City, 0-2 í deildabikarnum.

„180 mínútur hjá þessum fornfrægu liðum í vetur án marks gegn hvoru öðru. Rosalegt gæðaleysi í báðum liðum," skrifaði Kristján Óli Sigurðsson á Twitter eftir leik.


Athugasemdir
banner
banner