Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. febrúar 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron glaður með niðurstöðuna - Ekki mikið að pæla í tilboði Blika
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Jóhannsson skrifaði nýverið undir nýjan samning við Val eftir að hafa verið orðaður við Breiðablik. Nýi samningurinn sem Aron gerði gildir til ársins 2026.

Valur hafnaði á dögunum tilboði Breiðabliks í Aron sem er er 33 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Önnur félög hefðu mátt ræða við hann um samning fyrir næsta tímabil eftir um tvo mánuði en nú er ljóst að það verður ekki.

Aron var til viðtals í íþróttafréttum Stöð 2 í gærkvöldi og ræddi þar um nýja samninginn. Hann neitar að um á­­kveðna atburðarás hafi verið að ræða til þess að bæta samninga­stöðu sína gagn­vart Val.

„Til­boðinu var hafnað," segir Aron um tilboð Breiðabliks. „Ég segi nú kannski ekki að ég hafi frétt af þessu síðastur en ég fékk alla­vega að vita þetta á svipuðum tíma og flestir aðrir. Ég sá þetta bara í fjöl­miðlum. Ég sá líka seinna í fjöl­miðlum að til­boðinu hefði verið hafnað og var ekkert rosa­lega mikið að pæla í þessu. Svo fer af stað at­burða­rás sem endar með því að ég skrifa undir nýjan samning hér við Val. Ég er sáttur með þessa niður­stöðu."

Það var talað um það í hlaðvarpinu Dr Football að nýr samningur Arons hefði verið stjörnuleikur hjá umboðsmanni hans; að áhuginn hjá Breiðabliki hefði komið upp og í kjölfarið hefði það bætt samningastöðu hans hjá Val. Aron segir ekki um fyrirframákveðna atburðarás að ræða.

„Nei, alla­vega ekki af minni hálfu. Ég er með um­boðs­mann að vinna fyrir mig. Hann hefur unnið fyrir mig í mörg ár og er á­stæðan fyrir því sú að um­boðs­skrif­stofan er sú besta á landinu. Þeir eru að vinna sína vinnu. Í lokin eru þeir með sáttan leik­mann og þetta gekk allt eftir held ég," segir Aron sem segir skýr markmið um það hjá Val að vinna alla titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner