Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 28. febrúar 2024 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endurhæfingin gengið illa og Guehi missir af næsta landsliðsglugga
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Getty Images
Marc Guehi, varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins, þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann.

Guehi varð fyrir hnémeiðslum í leik gegn erkifjendunum í Brighton þann 3. febrúar síðastliðinn.

Endurhæfingin hefur ekki fengið sem skyldi en Guehi hitti sérfræðing sem ráðlagði honum að fara í aðgerð. Guehi fylgdi þeim fyrirmælum og fór í aðgerðina.

Ef endurhæfingin gengur vel þá mun Guehi, sem hefur verið orðaður við Liverpool og Manchester United, missa af næstu sex til átta vikum.

Hann mun því missa af næsta landsleikjaglugga Englands en stefnir væntanlega á það að fara á Evrópumótið með Englendingum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner