Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA hækkar greiðslur til aðildarfélaga með leikmenn á HM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FIFA er búið að tilkynna ákvörðun sína um að hækka greiðslur til aðildarfélaga sem senda leikmenn á næstu heimsmeistaramót karla.


Upphæðin sem FIFA greiðir félögum er nánast tvöfölduð, úr 170 milljónum punda, sem voru greiddar eftir mótin 2018 og 2022, og upp í 299 milljónir, sem verða greiddar eftir næstu tvö mót 2026 og 2030.

Heildarupphæðin hækkar um næstum því 70% á meðan leikmannafjöldi mun hækka um 50%. Næsta HM verður það fyrsta í sögunni með 48 þátttökuþjóðum, en þjóðirnar hafa verið 32 síðan á HM 1998 í Frakklandi.

Drög að nýju leikjadagatali voru samþykkt á fundi ECA, samtaka evrópskra knattspyrnufélaga, um helgina. Gianni Infantino og Aleksandr Ceferin, forsetar FIFA og UEFA, sátu fundinn.

Á dagatalinu er meðal annars gert ráð fyrir 32-liða heimsmeistaramóti félagsliða árið 2025 og þá er einnig verið að vinna í því að setja HM félagsliða á laggirnar í kvennaflokki.

Þar að auki er gert ráð fyrir sérstökum úrslitaleik á milli sigurvegara Meistaradeildarinnar og besta liði utan úr heimi, þar sem sigurvegarar annarra Meistaradeilda munu keppast um að mæta evrópska sigurliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner