Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   fös 28. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikur í Napólí
Mynd: EPA
Mynd: EPA
30. umferð ítalska deildartímabilsins fer af stað á morgun þegar Mikael Egill Ellertsson, Bjarki Steinn Bjarkason og félagar í Venezia taka á móti Bologna.

Feneyingar eru búnir að gera fjögur jafntefli í röð og sitja sem fastast í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. Þeir mæta andstæðingum sem hafa verið í fantaformi og eru með fjóra sigra í röð í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Þessi slagur fer fram á sama tíma og Como, sem hefur verið að spila vel undir stjórn Cesc Fábregas, tekur á móti Empoli í fallbaráttunni.

Juventus á svo heimaleik gegn Genoa áður en Roma heimsækir Lecce í síðasta leik laugardagsins.

Albert Guðmundsson og félagar í liði Fiorentina mæta til leiks rétt efitr hádegi á sunnudaginn. Þeir eiga erfiðan heimaleik gegn Atalanta áður en topplið og ríkjandi Ítalíumeistarar Inter fá Udinese í heimsókn.

Napoli og Milan kljást í stórleik helgarinnar sem fer fram á sunnudagskvöldið en bæði lið þurfa á sigrum að halda, Milan í Evrópubaráttunni og Napoli í titilbaráttunni.

Verona og Lazio eiga að lokum heimaleiki gegn Parma og Torino á mánudag.

Laugardagur
14:00 Como - Empoli
14:00 Venezia - Bologna
17:00 Juventus - Genoa
19:45 Lecce - Roma

Sunnudagur
10:30 Cagliari - Monza
13:00 Fiorentina - Atalanta
16:00 Inter - Udinese
18:45 Napoli - Milan

Mánudagur
16:30 Verona - Parma
18:45 Lazio - Torino
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 34 22 8 4 54 25 +29 74
2 Inter 34 21 8 5 72 33 +39 71
3 Atalanta 34 19 8 7 67 31 +36 65
4 Juventus 34 16 14 4 51 31 +20 62
5 Bologna 34 16 13 5 52 37 +15 61
6 Roma 34 17 9 8 49 32 +17 60
7 Lazio 34 17 9 8 57 45 +12 60
8 Fiorentina 34 17 8 9 53 34 +19 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Torino 34 10 13 11 38 39 -1 43
11 Como 34 11 9 14 44 48 -4 42
12 Udinese 34 11 8 15 36 48 -12 41
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 34 8 9 17 35 49 -14 33
15 Parma 34 6 14 14 40 53 -13 32
16 Verona 34 9 5 20 30 62 -32 32
17 Lecce 34 6 9 19 24 56 -32 27
18 Venezia 34 4 13 17 27 48 -21 25
19 Empoli 34 4 13 17 27 54 -27 25
20 Monza 34 2 9 23 25 59 -34 15
Athugasemdir
banner