Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mán 28. apríl 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Biðst afsökunar á að hafa klúðrað færunum - „Vissi þá að þetta yrði ekki okkar dagur“
Mynd: EPA
Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, svaf eflaust illa í nótt eftir að hafa tapað í undanúrslitum enska bikarsins í gær, en hann hefur beðið stuðningsmenn Forest afsökunar á færanýtingunni.

Manchester City komst í þriðja árið í röð í úrslitaleik bikarsins þar sem það mætir Crystal Palace.

Rico Lewis og Josko Gvardiol skoruðu mörk City-manna í leiknum, en Gibbs-White fékk tvö frábær færi til þess að koma Forest aftur inn í leikinn, en setti boltann í bæði skiptin í tréverkið.

„Þetta er skelfilegt. Ég finn til með stuðningsmönnunum og verð bara að biðjast afsökunar. Ég hefði átt að skora úr að minnsta kosti einu af þessum færum,“ sagði Gibbs-White.

„Ég er orðlaus og mjög leiður að detta út með þessum hætti. Við gáfum allt, en munum halda áfram að keyra á þetta. Við erum enn með ensku úrvalsdeildina sem við þurfum að einbeita okkur að.“

„Aldrei hef ég hitt boltann jafn vel með verri löppinni og ég gerði þarna, en um leið og ég sá hann hafna í þverslánni vissi ég að þetta yrði ekki okkar dagur. Ég átti síðan að skora í seinna færinu. Ég fer framhjá markverðinum og ef ég skora þá gefur það öllum á leikvanginum orku til að halda áfram. Þó við höfum verið 2-0 undir þá sýndum við seiglu og héldum áfram að berjast. Það er aðalatriðið,“
sagði Englendingurinn að lokum.

Bæði færin hjá Gibbs-White má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner