Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
   mán 28. apríl 2025 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Lengjudeildin
Tómas Bjarki Jónsson, leikmaður Njarðvíkur.
Tómas Bjarki Jónsson, leikmaður Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Haraldsson var sturlaður í den.
Hákon Haraldsson var sturlaður í den.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Algjör topp þjálfari og mannvera.
Algjör topp þjálfari og mannvera.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann var með mig í vasanum í leiknum.
Hann var með mig í vasanum í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Drogba, mikil fyrirmynd.
Didier Drogba, mikil fyrirmynd.
Mynd: Twitter
Þá yrði nú ekki töluð vitleysan.
Þá yrði nú ekki töluð vitleysan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á eftir að ná langt.
Á eftir að ná langt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Yrði kóngurinn í Too Hot to Handle.
Yrði kóngurinn í Too Hot to Handle.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hélt að þetta væri einhver plebbi úr Vesturbænum.
Ég hélt að þetta væri einhver plebbi úr Vesturbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tómas Bjarki er 21 árs gamall Bliki sem hefur spilað með Njarðvík frá 2023. Hann fékk sína fyrstu alvöru leiki í meistaraflokki með Augnabliki 2022 og skipti svo yfir í Njarðvík þar sem hann hefur verið að spila vel undanfarin ár.

Hann er leikmaður í Njarðvíkurliðinu sem vert er að fylgjast með í sumar en hann hefur alls spilað 60 KSÍ-leiki og skorað í þeim sex mörk. Tómas Bjarki á sjö leiki fyrir yngri landsliðin en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Tómas Bjarki Jónsson

Gælunafn: Tommi, en er að reyna „rebranda“ mig sem TB.

Aldur: Verð 22 ára í haust

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Fyrsti meistaraflokksleikurinn er með uppeldisfélaginu Breiðablik á móti Fylki í Lengjubikarnum árið 2021. Var settur inn á í vinstri bakvörðinn og við unnum þægilega, man ekki mikið meira.

Uppáhalds drykkur: Kók í bauk

Uppáhalds matsölustaður: Hótel mamma er bara best og verður alltaf.

Uppáhalds tölvuleikur: Squad með strákunum í Fortnite er geðveikt.

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ekki svo gott.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Íslenski sakamálaþátturinn Pressa.

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra Hnetusmjör og Ásgeir Trausti deila þessu.

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football og Morðcastið get ekki gert upp á milli.

Uppáhalds samfélagsmiðill: Er ekki mikið að pósta á þessum miðlum en ég er samt mikill Instagram maður.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Lumman, ekki spurning.

Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða þegar hann dettur í gírinn.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Gagnamagnið þitt er að klárast. Þú getur fylgst með stöðunni á frelsinu og fyllt á gagnamagnið í Vodafone appinu.“ – Það er fátt þreyttara en að fá þetta sms.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ég færi ekki að spila með Keflavík.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Hákon Haraldsson var sturlaður í den.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að gefa Gunnari Heiðari þetta, algjör topp þjálfari og mannvera. Hákon Sverris og Hlynur Svan á Shellmótinu í Eyjum voru reyndar generational.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gabríel Hrannar í mínum fyrsta leik í Lengjudeildinni með Njarðvík. Hann var með mig í vasanum í leiknum.

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Didier Drogba allan daginn.

Sætasti sigurinn: 9-0 sigurinn með U-15 landsliðinu á móti Peking var helvíti sætur. Fyrsti yngri landsleikurinn og með fyrirliðabandið!

Mestu vonbrigðin: Mjólkurbikarinn með Njarðvík 2024 og 2025. Fáum á okkur mörk í uppbótatíma í báðum leikjunum þar sem við vorum töluvert sterkari aðilinn að mínu mati.

Uppáhalds lið í enska: Chelsea en hef líka soft-spot fyrir Liverpool enda eru allir í fjöllunni Púlarar.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég tæki alltaf Anton Loga Lúðvíksson með mér á miðjuna í Njarðvík, þá yrði nú ekki töluð vitleysan.

Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Freysteinn Ingi Guðnason á eftir að ná langt.

Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Andrés Már Kjartansson er ekkert eðlilega huggulegur. Bæði hávaxinn og ljóshærður, hvað þarftu meira?

Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Fyrst að Elín Metta Jensen tók skóna af hillunni fær hún þetta.

Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo er lang bestur frá upphafi.

Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ég myndi stytta hálfleikinn niður í 7-10 mín maður kólnar bara niður!

Uppáhalds staður á Íslandi: Snjóaldan í Veiðivötnum, þeir vita sem vita.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fagnaði með arabaflikki í síðasta leik á móti Stjörnunni, liðsfélagarnir bjuggust heldur betur ekki við því.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Það væri skrýtið að knúsa ekki mömmu á leikdegi.

Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist nánast með öllu, sérstaklega hef ég gaman af því að fylgjast með Gerwyn Price í pílunni um jólin.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég er Nike mercurial maður.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ég er fínasti námsmaður en orðadæmi í stærðfræði er eitthvað sem ég skil ekki og mun aldrei gera!

Vandræðalegasta augnablik: Þegar afi minn mætti inn í klefa fyrir og eftir leik fyrir norðan síðasta sumar. Það var helvíti vandræðalegt.

Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég væri til í að fara yfir mekkanismann með Frank Lampard, Didier Drogba og Cesar Azpilicueta um góðu tímana í Chelsea.

Bestur/best í klefanum og af hverju: Arnar Helgi Magnússon allan daginn, með heiðarleikann uppmálaðan og toppmaður. Svo eru algjör forréttindi að keyra með honum Reykjanesbrautina alla daga.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi setja Amin Cosic í Too Hot to Handle, hann yrði kóngurinn þar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég á Íslandsmeistaratitil í áhaldafimleikum og æfði í Gerplu 14 ár.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það er klárlega hann Aron Snær Friðriksson. Ég hélt að þetta væri einhver plebbi úr Vesturbænum, en svo er þetta bara algjör ljúflingur og einn af mínum nánustu.

Hverju laugstu síðast: Laug að systur minni að ég væri á leiðinni til hennar í heimsókn en fór svo að læra í staðinn. Lokaprófin í HR eru ekkert grín.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun hjá Sigga. Eitt orð, úff. Það væri mjög skrýtið ef hún væri styttri en 30 mínútur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Fernando Torres af hverju hann fór frá Liverpool yfir í Chelsea á sínum tíma.

Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Væri gaman að fylla stúkuna með grænum stuðningsmönnum í sumar. Með þeim stuðningi tökum við eitt skref í viðbót og þá verður gaman!
Athugasemdir
banner
banner