Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. maí 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaraspáin - Ef allt er eðlilegt
Draumurinn
Draumurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Fabinho og Thiago á æfingu í gær.
Fabinho og Thiago á æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld er úrslitastund í Meistaradeildinni. Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik keppninnar á Stade de France í París.

Leikurinn er sýndur á Viaplay klukkan 19:00 og hefst upphitun klukkan 17:30.

Sérfræðingar í Meistaraspánni í ár eru þeir Halldór Árnason og Sigurður Heiðar Höskuldsson. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Egill Sigfússon tryggði Fótbolta.net sigur í heildarkeppninni með hárréttri spá þegar Real Madrid lagði Man City í undanúrslitunum. Eitt stig skilur á milli Dóra og Sigga og berjast þeir um 2. sætið.

Halldór Árnason:

Liverpool 1 - 2 Real Madrid
Ef allt er eðlilegt þá vinnur Liverpool þennan leik. Þeir eru betra lið, hafa verið frábærir í allan vetur, og vel að því komnir að vinna Meistaradeildina. Þeir munu nota vonbrigðin að klára ekki deildina heima sem orkugjafa og verða miklu betra liðið í leiknum.

Hinsvegar er það stundum þannig að leikir vinnast eða tapast á einhverju öðru en því augljósa. Eitthvað momentum og stemning í bland við heppni hefur fleytt Real Madrid á þennan stað í keppninni. Auk þess trúa þeir ekki að þeir geti tapað. Þannig hefur útsláttarkeppnin verið og þeir munu taka það alla leið.

2-1 sigur Real, sigurmark frá Benzema og Real Madrid tryggir sér sinn 14. titil.

Siggi Höskulds:

Liverpool 4 - 0 Real Madrid
Ekki flókið. Liverpool hleypur yfir þetta í kvöld. Thiago og Fabinho verða þarna á miðsvæðinu klárir og verða langbestir á vellinum. 4-0 Liverpool.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn:

Liverpool 1 - 1 Real Madrid
Fer alla leið í vító þar sem Karim "the dream" Benzema skorar úr síðustu spyrnu Madrídinga og tryggir þeim sigurinn. Real hefur átt eitthvað ótrúlegasta tímabil sögunnar í Meistaradeildinni, sama hvernig fer í kvöld

Staðan í heildarkeppninni
Fótbolti.net - 23
Halldór Árnason - 18
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 17
Athugasemdir
banner
banner