Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   sun 28. maí 2023 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hörður Ingi frá út tímabilið
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Hörður Ingi Gunnarsson leikmaður FH hefur leikið sinn síðasta leik á tímabilinu en þetta tilkynnti hann á Instagram síðu sinni í gær.


Hörður Ingi gekk til liðs við FH frá Sogndal rétt fyrir tímabilið og kom við sögu í sex af átta leikjum liðsins og skoraði eitt mark.

Hann meiddist á öxl í leik gegn Keflavík þann 8. maí. 

„Nú tekur við langt og krefjandi verkefni að koma sér aftur til baka og kemur ekkert annað til greina en að styðja vel við bakið á liðinu í sumar," skrifar Hörður á Instagram síðu sína.

Hörður gekk til liðs við Sogndal frá FH í byrjun síðasta árs þar sem hann lék 26 leiki og skoraði 2 mörk í deild og bikar í Noregi á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner