De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   sun 28. maí 2023 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Sveinn Aron skoraði fyrir Elfsborg sem fór á toppinn - Jafntefli í kveðjuleik Milosar
watermark Sveinn Aron skoraði þriðja mark sitt í deildinni
Sveinn Aron skoraði þriðja mark sitt í deildinni
Mynd: Guðmundur Svansson
watermark Lærisveinar Milosar gerðu jafntefli í kveðjuleiknum hans
Lærisveinar Milosar gerðu jafntefli í kveðjuleiknum hans
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Sveinn Aron Guðjohnsen gerði þriðja mark sitt í sænsku úrvalsdeildinni í 3-0 sigri Elfsborg á Malmö og er komið í toppsæti deildarinnar.

Sveinn Aron kom Elfsborg í forystu á 32. mínútu leiksins. Hann skoraði af stuttu færi við mikinn fögnuð stuðningsmanna.

Íslendingurinn fór af velli á 59. mínútu leiksins en Hákon Rafn Valdimarsson stóð í markinu og hélt hreinu.

Elfsborg er komið í toppsæti deildarinnar með 25 stig og betri markatölu en Malmö sem er með jafn mörg stig.Milos Milojevic stýrði þá Rauðu stjörnunni í síðasta sinn er liðið gerði 2-2 jafntefli við Novi Pazar í serbnesku deildinni. Milos hættir með liðið í sumar þrátt fyrir að hafa unnið bæði deild og bikar.

Rauða stjarnan hafnaði í efsta sæti með 97 stig.

Atli Barkarson lék þá allan leikinn í 3-3 jafntefli SönderjyskE gegn Næstved. Orri Steinn Óskarsson var ekki með SönderjyskE í dag en liðið er í 3. sæti meistarariðilsins í dönsku B-deildinni og á ekki lengur möguleika á að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner