Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   sun 28. maí 2023 23:26
Brynjar Ingi Erluson
Trampólínæfingar að skila sér hjá Eyþóri Wöhler
watermark Eyþór Aron Wöhler átti eitt af mörkum tímabilsins
Eyþór Aron Wöhler átti eitt af mörkum tímabilsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler, leikmaður HK, átti eitt af flottustu mörkum tímabilsins hingað til er hann gerði þriðja mark liðsins í 4-3 tapinu gegn FH í Bestu deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 4 -  3 HK

Markið skoraði hann í síðari hálfleiknum en boltinn datt fyrir hann við D-bogann og var hann fljótur að átta sig með þrumuskoti í hægra hornið.

Eyþór hefur greinilega æft þetta oft og mörgum sinnum en Frans, bróðir Eyþórs, birti skemmtilegt myndband á Twitter þar sem hann sýnir stífar skotæfingar á trampólíni.

Framherjinn hefur fínpússað hreyfingar sínar og mátti sjá uppskeruna í kvöld en þetta var annað mark hans í deildinni með HK-ingum.


Athugasemdir
banner
banner
banner