Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júlí 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Joachim Andersen í Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur fest kaup á danska miðverðinum Joachim Andersen frá Lyon í Frakklandi.

Talið er að Palace borgi fyrir hann 22 milljónir evra og svo gætu fimm milljónir evra bæst ofan á það.

Þessi 25 ára gamli varnarmaður var á láni hjá Fulham á síðustu leiktíð og heillaði mörg félög í úrvalsdeildinni.

Patrick Vieira tók við Palace á dögunum og vildi ólmur fá Andersen en félögin hafa verið í viðræðum um kaupverð síðustu daga. Hann skrifar undir samning til 2026.

Þetta verða þriðju kaup Vieira í sumar en hann er nú þegar búinn að næla í Michael Olise frá Reading og Marc Guehi frá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner