Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. júlí 2021 22:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Rúnar Már með gífurlega fallegt mark
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson átti sannkallaðan stórleik fyrir Cluj frá Rúmeníu gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Mike Cestor kom Cluj yfir á 18. mínútu eftir undirbúning frá Rúnari. Íslenski miðjumaðurinn skallaði boltann hárfínt fyrir fætur markaskorarans.

Síðar í fyrri hálfleiknum skoraði Rúnar svo stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu af löngu færi.

Rúnar er 31 árs gamall og er á leið inn í sitt annað tímabil með Cluj. Hann samdi við félagið fyrr á þessu ári eftir að hafa þar áður leikið með Astana í Kasakstan.

Hér að neðan má sjá mark og stoðsendingu Rúnars; glæsilegt hjá þessum öfluga leikmanni.



Athugasemdir
banner
banner