Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 28. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Stevan Jovetic til Hertha Berlin (Staðfest)
Mynd: EPA
Hertha Berlin er búið að klófesta framherjann öfluga Stevan Jovetic á frjálsri sölu.

Jovetic er 31 árs gamall og hefur verið hjá Mónakó undanfarin fjögur ár. Þessi Svartfellingur, sem er fyrirliði landsliðsins og með 31 mark í 61 leik, hefur unnið ensku úrvalsdeildina með Manchester City og spilað fyrir bæði Inter og Sevilla.

Hann hefur aldrei spilað í þýska boltanum áður og verður áhugavert að fylgjast með honum í liði Hertha sem rétt bjargaði sér frá falli í vor.

Jovetic er önnur kempan sem Hertha tryggir sér á frjálsri sölu í sumar eftir komu Kevin-Prince Boateng í júní. Hertha er einnig búið að kaupa Suat Serdar af Schalke en seldi Jhon Cordoba til Krasnodar fyrir 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner