Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. ágúst 2019 13:31
Magnús Már Einarsson
Bobby Duncan brjálaður út í Liverpool - Ekki farið úr húsi í fjóra daga
Bobby Duncan.
Bobby Duncan.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Bobby Duncan, leikmaður Liverpool, er mjög ósáttur með að fá ekki leyfi til að yfirgefa herbúðir félagsins. Liverpool hafnaði tilboði frá Fiorentina í hinn 18 ára gamla Duncan á dögunum þar sem félagið taldi tilboðið vera niðrandi og alltof lágt.

Danska félagið Nordsjælland hefur einnig reynt að fá Duncan á láni og Fiorentina reyndi slíkt hið sama. Liverpool hafnaði því hins vegar þrátt fyrir að leikmaðurinn virðist ekki vera í myndinni í aðalliðinu á þessu tímabili.

Í rosalegri yfirlýsingu segir umboðsmaður Duncan að atburðarásin hafi haft mikil áhrif á andlega heilsu leikmannsins og að hann hafi ekki farið úr húsi í fjóra daga. Þá segir umboðsmaðurinn að Duncan ætli aldrei að mæta aftur á æfingu hjá Liverpool.

Yfirlýsingin frá umboðsmanni Duncan
Það hefur margt verið sagt síðustu vikur varðandi framtíð Bobby Duncan hjá Liverpool. Í dag kom síðasta hálmstráið þegar kemur að hegðun Michael Edwards, yfirmanni íþróttamála hjá Liverpool.

Fyrir nokkrum mánuði, fyrir lok síðasta tímabils, fundaði Bobby með forráðamönnum félagsins og þar á meðal Alex Inglethorpe, yfirmanni í akademíu félagsins. Þar kom fram að Bobby væri ekki ánægður hjá Liverpool af ýmsum ástæðum og Alex bauð okkur að láta tilboð koma til að Bobby Duncan gæti farið.

Ekkert félag var tilbúið að borga alvöru upphæð fyrir leikmann sem hafði enga reynslu í aðalliði og var keyptur á 200 þúsund pund í fyrrasumar (frá Manchester City).

Með það í huga fundum við félög sem eru tilbúin að taka Bobby á láni með möguleika á kaupum á 1,5 milljónir punda sem er góð upphæð fyrir leikmann sem mun aldrei spila með aðalliði Liverpool og vill ekki vera þar.

Félagið og Michael Edwards létu skýrt í ljós að svona samningur myndi ekki ganga upp. Þá lagði ég og mitt fólk ennþá harðar að okkur til að fá lánstilboð á borðið með möguleika á kaupum eftir fimm byrjunarliðsleiki og þá fyrir hærri upphæð en áður. Að auki var klásúla um næstu sölu til Liverpool.

Ef við setjum þetta allt til hliðar þá er aðalástæðan fyrir því að Bobby missti af U23 leik (gegn Southampton) á mánudaginn svo að hann er að glíma við andleg veikindi eftir allt stressið sem félagið hefur sett á hann. Hann er stressaður yfir því að mega ekki fara og að vera neyddur til að vera áfram gegn eigin vilja.

Hann er ekki einungis á mjög lágum launum heldur á hann einungis eitt ár eftir af samningi eftir þetta ár og Liverpool hefur sagt að hann fái ekki nýjan samning. Bobby hefur ekki farið út úr herberginu sínu í fjóra daga út af þessu og mun aldrei fara aftur til Liverpool því það eina sem ég hugsa um er andleg heilsa og velferð hans.

Forráðamenn Liverpool hafa ekki gefið neitt fyrir þetta og hafa gengið svo langt að skrifa bréf til hans og segja að honum verði refsað og hann verði látinn vera hjá félaginu fram í janúar og jafnvel lengur til að kenna honum lexíu.

Það er ekki virðuleg hegðun hjá félagi með jafn ríka sögu og Liverpool og einn af bestu leikmönnum í sögu félagsins, Steven Gerrard, er frændi Bobby.

Það er sogrlegt að félag eins og Liverpool geti komist upp með að eyðileggja lífið og vera með andlegt einelti hjá ungum manni eins og Bobby. Ég veit að eitt er öruggt og það er að hann mun aldrei fara aftur þangað og hann er með svo lítil laun að engin sektarupphæð mun breyta því.

Í þessari stöðu snýst þetta allt um heilsu leikmannsins og í þessu máli hefur Michael Edwards algjörlega horft framhjá því vegna eigin þrjósku og ég vona að þetta komi ekki fyrir neinn annan ungan leikmann.
Athugasemdir
banner
banner