Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 28. ágúst 2022 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Ingvars: Reynum bara að pæla í okkur og vinna okkar leiki
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Topplið Breiðabliks tóku á móti botnliði Leiknis frá Reykjavík í kvöld þegar lokaleikur dagsins í 19.umferð Bestu deildar karla fór fram á Kópavogsvelli.

Eftir að hafa bara leitt 1-0 í hálfleik enduðu Blikar sterkt og fóru að lokum með 4-0 sigur og styrktu um leið stöðu sína í toppbaráttunni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Leiknir R.

„Mjög góð. Við lögðum okkur alla í þennan leik því ef við hefðum komið kærulausir í þennan leik þá hefðum við getað lent í veseni en við lögðum okkur alla fram og það gekk upp." Sagði Davíð Ingvarsson leikmaður Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Blikarnir voru meðvitaðir um úrslit dagsins á Akureyri en KA og Víkingur R eru þau félög sem eru að pressa hvað mest á forystu Blika í Bestu deildinni.

„Já algjörlega en við reynum svo minnst að pæla í því og reynum bara að pæla í okkur að við vinnum okkar leiki að þá mun þetta allt ganga upp hjá okkur."

Leiknismenn í stúkunni tóku Davíð Ingvarsson fyrir í fyrri hálfleik þar sem það var baulað á hann og fagnað hverjum mistökum en Davíð sagði þetta allt vera bara partur af leiknum.

„Þetta er bara hluti af þessu og maður verður bara að reyna halda haus. Þetta er bara skemmtilegt." 

Nánar er rætt við Davíð Ingvarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner