Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   mið 28. ágúst 2024 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Með þessa leikmenn í kringum sig getur Gylfi spilað enn betur"
Icelandair
Sló markametið með landsliðinu í október í fyrra.
Sló markametið með landsliðinu í október í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hefur spilað vel með Val.
Hefur spilað vel með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hareide gæti horft á leikmenn Víkings í vetur.
Hareide gæti horft á leikmenn Víkings í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta sinn síðan í október í fyrra. Þá lék hann gegn Lúxemborg og Liechtenstein og náði því afreki að verða markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með því að skora tvennu gegn Liechtenstein.

Hann hefur ekki verið í síðustu fjórum verkefnum, en er nú mættur aftur. Age Hareide, þjálfari landsliðsins, tjáði sig um endurkomu Gylfa í dag.

„Hann er í hópnum núna því hann hefur verið að spila reglulega, ég hef horft á leikina hans með Val. Ég sé gæðin sem Gylfi hefur, ef hann kemst á boltann þá er alltaf eitthvað að gerast. Með þessa leikmenn í kringum sig (leikmenn íslenska landsliðsins) getur Gylfi spilað enn betur," segir Hareide.

„Hann hefur sýnt góða frammistöðu reglulega. Ég mun skoða hann núna, það er tilvalið tækifæri til að skoða hann í heimaleiknum gegn Svartfjallalandi.“

Gylfi gæti spilað sinn 81. og 82. landsleik þegar Ísland mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeildinni í byrjun næsta mánaðar.

Hareide var spurður hvort það væru aðrir leikmenn í íslensku deildinni sem hann væri að horfa í sem möguleika fyrir næstu landsliðshópa.

„Í rauninni ekki, það er enginn sem er mjög nálægt. Við erum með leikmenn í Evrópu sem eru nær hópnum heldur en leikmennirnir sem eru að spila heima á Íslandi."

„En hlutirnir geta breyst, vonandi fara núna lið að spila í Evrópu; Vikingur á möguleika núna og það þýðir að við getum skoðað leikmenn Víkings betur þegar þeir spila alþjóðlegan fótbolta. Það gefur okkur betri mynd af leikmönnunum."

„Gylfi er öðruvísi af því við vitum meira um hans gæði, hann hefur sýnt þau á háu getustigi allan sinn feril og er núna að spila á Íslandi. Hraðinn á leiknum á Íslandi er auðvitað minni, en við sjáum gæðin hans á boltanum. Þegar Gylfi fær boltann, þá gerist eitthvað. Vonandi verður það eins ef hann spilar með landsliðinu því hann verður þar með mjög góða leikmenn i kringum sig,"
segir Hareide.

Víkingur er með 5-0 forystu fyrir seinn leik sinn gegn Santa Coloma í umspilinu fyrir Sambansdeildina. Seinni leikurinn fer fram á morgun og er algjört formsatriði að Víkingur klári það verkefni.
Athugasemdir
banner
banner