Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. september 2020 17:00
Innkastið
„Á eðlilegum degi hefði KA skorað 6-7 mörk"
KA menn fagna marki á Seltjarnarnesi í gær.
KA menn fagna marki á Seltjarnarnesi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KA gulltryggði nánast sæti sitt í Pepsi Max-deildinni að ári með 4-2 útisigri gegn Gróttu í gær. KA hafði fyrir leikinn skorað þrettán mörk í fimmtán leikjum en mörkin voru fjögur á Seltjarnarnesinu og hefðu getað orðið fleiri.

„KA voru mjög góðir í þessum leik. Loksins sýndu þeir mér úr hverju þeir eru gerðir. Steinþór (Freyr Þorsteinsson) kom inn fyrir Nökkva sem meiddist og hann var geggjaður í þessum leik. Almarr (Ormarsson) var frábær í þessum leik. Andri Fannar (Stefánsson) var góður og Hallgrímur Mar (Steingrímsson) setti upp sýningu," sagði Gunnar Birgisson.

„KA menn mættu hrikalega vel gíraðir. Þetta var vel uppsettur leikur hjá Arnari Grétarssyni. Þeir þorðu að ýta línunni talsvert hærra en vanalega."

„Ég er ekki að ýkja. Á eðlilegum degi hefði KA skorað 6-7 mörk. Hákon átti sturlaða vörslu í fyrri hálfleik. Ein af vörslum tímabilsins. Guðmundur Steinn (Hafsteinsson) komst einn í gegn frá miðju og klúðraði því. Síðan fengu þeir fleiri sénsa einnig."

Hallgrímur Mar skoraði þrennu í leiknum og var maður leiksins.„Hallgrímur hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en hann stimplaði sig aftur inn og þetta hjálpar honum heilmiikið," sagði Ingólfur Sigurðsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mörg risastór atvik og rauð spjöld
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner