Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. september 2020 21:57
Aksentije Milisic
Arteta: Fullt af hlutum sem við þurfum að bæta
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var vonsvikinn eftir tapið gegn Liverpool á Anfield í kvöld.

Arsenal komst yfir í leiknum en Liverpool svaraði með þremur mörkum og vann leikinn sanngjart. Arsenal fékk þó nokkur færi til þess að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki.

„Við vorum lengi inni í leiknum. Raunin er sú að þeir eru of sterkir fyrir okkur í ákveðnum hlutum leiksins," sagði Arteta.

„Ég er sáttur með hvernig við lögðum okkur fram og höfðum trú. Við erum á öðruvísi vegferð en þeir. Þeir hafa verið saman í fimm ár en við í nokkra mánuði."

„Þeir jöfnuðu leikinn of snemma og það voru stór mistök frá okkur. Við áttum líklega bestu færi leiksins en þú verður að nýta þessi færi. Við eigum langt í land með ákveðna hluti."
Athugasemdir
banner