Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mán 28. september 2020 20:52
Aksentije Milisic
England: Jota skoraði í sigri Liverpool á Arsenal
Liverpool 3 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('25 )
1-1 Sadio Mane ('28 )
2-1 Andrew Robertson ('34 )
3-1 Diogo Jota ('88 )

Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld þegar Liverpool fékk Arsenal í heimsókn á Anfield.

Liverpool byrjaði leikinn betur og sótti mikið og fékk nokkur færi en tókst ekki að koma knettinum í netið. Það var því gegn gangi leiksins þegar Alexandre Lacazette kom gestunum yfir á 25. mínútu. Hann nýtti sér þá mistök Andy Robertson og náði að skora framhjá Allison í marki Liverpool.

Liverpool var ekki lengi að svara og einungis þremur mínútum síðar var Sadio Mane búinn að jafna leikinn. Mohamed Salah átti þá skot sem Bernd Leno varði til hliðar en þar var Mane mættur og kom knettinum yfir línuna.

Sjö mínútum eftir mark Mane komst Liverpool yfir. Trent Alexander-Arnold átti þá sendingu á hinn bakvörð liðsins, Robertson, sem var mættur inn í teiginn og skoraði. Staðan 2-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var fjörugur og Alexander Lacazette fékk tvö dauðafæri fyrir gestina en Alisson varði í bæði skiptin frá honum. Liverpool fékk líka sín færi en Sadio Mane og Diogo Jota, sem kom inn á sem varamaður, fengu báðir góð færi.

Það var síðan Jota sem tókst að skora í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Hann fékk þá boltann á vítateigslínunni, tók á móti honum með lærinu og skaut góðu skoti í hornið, óverjandi fyrir Leno.

Meira var ekki skorað á Anfield í kvöld og góður sigur Liverpool staðreynd. Liverpool er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir en Arsenal er með sex stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner