mið 28. september 2022 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Að duga eða drepast í Prag - „Held að þær vinni og fari áfram"
Valur mætir Slavia Prag í dag.
Valur mætir Slavia Prag í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 13:00 verður flautað til leiks í Prag þar sem Valur mætir Slavia Prag í forkeppni Meistaradeildar kvenna.

Þetta er seinni leikur liðanna en Slavia er með 0-1 forystu eftir nauman sigur á Hlíðarenda.

Fótbolti.net er í Prag og verður bein textalýsing frá Stadion Na Chvalech á eftir.

Lestu um leikinn: Slavia Prag 0 -  0 Valur

„Mér líst vel á þetta verkefni. Mér finnst við eiga séns á að setja eitt mark á þær til að byrja með. Þá er staðan orðin 1-1. Við eigum möguleika, en auðvitað þarftu að eiga góðan leik gegn þeim," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á dögunum.

„Við eigum að fara út með kassann úti og ætlum okkur að sækja sigur. Við sýndum það þegar við pressuðum þær á réttum stöðum að við getum hæglega sett á þær og skorað. Það verður erfitt að fara til Tékklands en við þurfum bara að mæta með sjálfstraustið í botni og spila til sigurs," sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, eftir sigur á Aftureldingu.

Rætt var um leikinn sem framundan er í Heimavellinum í gær. Þar voru Aníta Lísa Svansdóttir og Óskar Smári Haraldsson, þjálfarar Fram, gestir.

„Ég held að þær vinni þær og fari áfram," sagði Óskar Smári. „Mér finnst þær nægilega góðar til að vinna þetta lið og fara áfram. Þær eiga inni, þær voru slakar í fyrri hálfleik í síðasta leik. Svo sáu þær að þetta lið er ekkert betra en þær."

„Þær eru með sjálfstraustið í botni, búnar að vinna titilinn. Ég held að þær fari alla leið með þetta."

„Núna er næsta markmiðið þeirra að klára þetta," sagði Aníta Lísa en hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hérna fyrir neðan.
Pétur stoltur: Erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna
„Það miklar fagmanneskjur að við vitum að það er best að geyma fagnaðarlætin"
Heimavöllurinn: Fram flaug upp í fyrstu, hverjar fara í Evrópureisu?
Athugasemdir
banner
banner
banner