Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 28. september 2022 14:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höddi Magg var hræddur í Albaníu: Þetta er mjög óþægilegt
Hörður að störfum.
Hörður að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon, betur þekktur sem Höddi Magg, fór á kostum er hann lýsti landsleik Albaníu og Íslands í Þjóðadeildinni í gær.

Hann lýsti leiknum fyrir Viaplay og var mjög ástríðufullur líkt og venjulegt er hjá honum þegar hann er með hljóðnemann í fótboltaleikjum.

Jöfnunarmark Íslands kom er nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og fagnaði Hörður því vel og innilega.

Leikurinn fór fram í Tirana, höfuðborg Albaníu, en þar eru stuðningsmenn landsliðsins mjög blóðheitir.

Hörður talaði um það í útsendingunni að sér hefði liðið óþægilega eftir að hafa lýst markinu. „Ég fæ hérna slæmt augnaráð. Þetta er mjög óþægilegt. Ég fæ vonandi öryggisgæslu," sagði Hörður en Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, lýsti leiknum með honum og sagðist ætla að passa upp á hann.

Þessi ummæli Harðar hafa ratað í albanska fjölmiðla og er hægt að lesa um það hjá vefnum Sports Ekspres með því að smella hérna. Þar er sagt að Hörður hafi líkt ástandinu á Air Albania leikvanginum við sríðsástand. Stuðningsfólk Albaníu var brjálað út í sitt lið í leikslok.
Athugasemdir
banner
banner
banner