Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 28. september 2022 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire að öllum líkindum ekki með í nágrannaslagnum
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Miðvörðurinn Harry Maguire verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í nágrannaslagnum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Maguire varð fyrir hnjaski í landsleik með Englandi gegn Þýskalandi og haltraði er hann yfirgaf Wembley.

Samkvæmt Star þá mun Maguire klárlega missa af leiknum við City en það á enn eftir að staðfesta.

Maguire hefði þó væntanlega ekki spilað leikinn. Hann hefði allavega líklega ekki byrjað þar sem Lisandro Martinez og Raphael Varane hafa myndað sterkt miðvarðapar í undanförnum leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Maguire út af Wembley eftir jafnteflið gegn Þýskalandi.

Leikur Man City og Man Utd hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner