mið 28. september 2022 08:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Núna skoraði Messi gegn Heimi sem var þó ánægður með margt
Heimir Hallgrímsson segir liði sínu til. Á myndinni er einnig markvarðarþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson.
Heimir Hallgrímsson segir liði sínu til. Á myndinni er einnig markvarðarþjálfarinn Guðmundur Hreiðarsson.
Mynd: Getty Images
Messi gerði tvennu í leiknum.
Messi gerði tvennu í leiknum.
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson stýrði Jamaíku í fyrsta sinn síðastliðna nótt er liðið mætti ógnarsterku liði Argentínu. Lionel Messi byrjaði á bekknum hjá Argentínumönnum en kom svo inn á og gekk frá leiknum með tveimur mörkum.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Messi lagði hann í hornið úr aukaspyrnu
Sjáðu atvikið: Slapp inná völlinn og fékk áritun frá Messi

Julian Alvarez, sóknarmaður Manchester City, kom Argentínu yfir á 13. mínútu en Messi kom svo inn á í síðari hálfleik og gekk algjörlega frá leiknum.

Þetta er alls engin draumabyrjun hjá Heimi en fjölmiðlamenn frá Jamaíku tala um það að Heimir hafi örugglega lært mikið af þessum fyrsta leik með liðið.

„Við töpuðum 3-0 og þú ert nú aldrei ánægður með það að tapa," sagði Heimir eftir leik. „Ég held að úrslitin gefi ekki alveg rétta mynd af leiknum."

„Við sýndum frábæra liðsframmistöðu í 80 mínútur. Við töpuðum einbeitingu og það má ekki gerast. Það var það neikvæða úr þessum leik. Þeir sköpuðu sér engin færi í einhverjar 80 mínútur. Það tók smá tíma að fóta okkur en eftir það þá leið okkur þægilega."

Þetta var í annað sinn sem Heimir mætir Messi og félögum í Argentínu og fyrsta tapið, en Ísland gerði 1-1 jafntefli við liðið á HM í Rússlandi árið 2018. Messi átti erfiðan leik þá og fann engan veginn taktinn gegn sterkri íslenskri vörn.

Eins og staðan er núna þá virðist sem svo að Jamaíka sé ekki skráð með neinn leik fyrr en í mars á næsta ári, en þeir hljóta að spila einhvern tímann í nóvember næst.
Athugasemdir
banner
banner
banner