Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.
FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 FH
„Þetta var virkilega erfiður leikur. Við vorum í basli með FH-ingana, þeir pressuðu okkur vel og voru aggresívir og bara virkilega flottir. Spiluðu varnarleikinn mjög vel, ég man ekki eftir einu dauðafæri sem við fengum eiginlega allan leikinn, margar hornspyrnur og einhverjir möguleikar en aldrei neitt færi sem sýndi það að FH voru bara virkilega sterkir." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld.
„Við vorum svo bara heppnir að þeir misstu mann útaf og þá var þetta erfitt fyrir þá og við náðum að þrýsta þeim vel niður og komum með góðar skiptingar og náðum að fylla teiginn vel sem á endanum skilaði tveim góðum mörkum."
Víkingar fengu fullt af hornspyrnum og föstum leikatriðum sem þeir fóru ekki nógu vel með og var Arnar sammála því að þeir hefðu mátt nýta þau betur.
„Já eiginlega, mér fannst spyrnurnar vera góðar en svo nátturlega var Aron ekki, Oliver var ekki, það voru ákveðnir póstar sem eru sterkir fyrir okkur í föstum leikatriðum þannig sumar blokkeringar voru aðeins off. Ég man ekki hvað við fengum mörg horn en örugglega svona 11-12 eitthvað svoleiðis þannig ég á eftir að skamma Sölva aðeins fyrir þetta."
Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.