Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 28. september 2023 22:40
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti FH í kvöld á heimavelli hamingjunnar þegar 3.umferð eftri hluta Bestu deildarinnar fór fram.

FH komust yfir fyrri hálfleik en Víkingar gerðu vel að koma tilbaka og snúa leiknum sér í vil.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 FH

„Þetta var virkilega erfiður leikur. Við vorum í basli með FH-ingana, þeir pressuðu okkur vel og voru aggresívir og bara virkilega flottir. Spiluðu varnarleikinn mjög vel, ég man ekki eftir einu dauðafæri sem við fengum eiginlega allan leikinn, margar hornspyrnur og einhverjir möguleikar en aldrei neitt færi sem sýndi það að FH voru bara virkilega sterkir." Sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leikinn í kvöld. 

„Við vorum svo bara heppnir að þeir misstu mann útaf og þá var þetta erfitt fyrir þá og við náðum að þrýsta þeim vel niður og komum með góðar skiptingar og náðum að fylla teiginn vel sem á endanum skilaði tveim góðum mörkum." 

Víkingar fengu fullt af hornspyrnum og föstum leikatriðum sem þeir fóru ekki nógu vel með og var Arnar sammála því að þeir hefðu mátt nýta þau betur.

„Já eiginlega, mér fannst spyrnurnar vera góðar en svo nátturlega var Aron ekki, Oliver var ekki, það voru ákveðnir póstar sem eru sterkir fyrir okkur í föstum leikatriðum þannig sumar blokkeringar voru aðeins off. Ég man ekki hvað við fengum mörg horn en örugglega svona 11-12 eitthvað svoleiðis þannig ég á eftir að skamma Sölva aðeins fyrir þetta."

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner