Man Utd blandar sér í baráttuna um Estevao - Man Utd sýnir Guirassy áhuga - Man Utd í viðræðum um varnarmanninn Dragusin
banner
   fim 28. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stærsta stjarna Skotlands sleit krossband
watermark Caroline Weir.
Caroline Weir.
Mynd: Getty Images
Caroline Weir, stærsta stjarna skoska landsliðsins, varð fyrir áfalli í landsliðsglugganum sem var að klárast þar sem hún sleit krossband í leik gegn Belgíu. Hún verður frá í marga mánuði.

Weir er 28 ára gömul en hún á að baki 102 A-landsleiki fyrir skoska landsliðsins. Hún er á mála hjá spænska stórveldinu Real Madrid.

Hún meiddist í fyrri hálfleiknum gegn Belgíu en hún mun fara í aðgerð á næstu dögum.

Skotar misstu Emma Watson, miðjumann Manchester United, í sömu meiðsli í síðustu viku. Þær munu báðar missa af því sem eftir lifir af Þjóðadeildinni með skoska landsliðinu.

Skotar eru á botni riðils síns með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina. Ásamt Belgíu, þá eru England og Holland í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner